Sunnudagur í lok janúar
Ég sit hérna sunnudagsmorgun, reyndar klukkan að nálgast 10, móðgun við A manneskjur að kalla þetta morgun. Anyway, svaf til hálf tíu. það hefur ekki gerst í "high gentlemans season". Magnea tók morgunvaktina með Ellý. Fyrst var Ellý í spreng klukkan 5 og náði ekki að halda í sér og meig á svefnherbergis gólfið okkar (er það eitt eða tvö orð?). Svo náðist nú smá lúr, og svo klukkan 7, held ég, var morgunvaktin tekin með Ellý. Matur, út að pissa, var hún búin að kúka?, vatn. Ellý eins og áður hefur komið fram kom til okkar í lokin á seinasta ári. Hún er búin að vera töluverð vinna, en ávinningur er aðeins farinn að láta bæra á sér. Einstaklega ljúf, fyrir utan þegar hún tekur "puppy craziness". Hún er ótrúlega dugleg að læra nýja hluti og er nokkuð góð að muna þá líka í réttum aðstæðum. Magnea hefur séð um allt sem heitir þjálfun og generalt rannsóknir varðandi hundaeign. Ég hef meira verið í hlutverki fáfróða meðeigandans og reyni að lepja upp einhverja vitneskju hé...
